Hvernig notar þú Smokepins

 

Búðu til einfaldann reykofn.  Það eru margar einfaldar leiðir til að búa til reykofn t.d. úr pappakassa, kolagrillinu eða notaðu grind og settu plast boka yfir.

Smokepins er einfalt í notkun og hægt erð að kald reykja nánast hvar sem er, heima, í veiðiferðinni, í útilegunni eða á bátnum.

 

Þegar þú ert búin að útbúa reykofninn og hengja matinn inn í eða leggja á grill grindina kveikir þú í einum Smokepin og þú slekkur eldinn þannig að það sé bara reykur sem kemur frá pinnanum.  Setur síðan pinnan í reykofninn.  Reykingatíminn fer eftir magni matar sem á að reykja. Reykingar tíminn er venjulega 5 klukkustundir, en getur farið niður í 3 klukkustundir fyrir lítil stykki.  Þú bætir síðan við nýjum pinna þegar hann hefur klárast og gerir það þangað til reyktímanum er lokið.

 

Svona kveikir þú í Smokepins

1. Kveiktu í þeim enda þar sem gatið er stærra

2. Þegar það er komin eldur allan hringinnn þá slekkur þú logann þannig að það 

    sé bara að koma reykur.  Passaðu upp á að það sé glóð allan hringinn

3. Reykpinninn er settur á stálhaldarann sem fylgir með og glóandi endinn látinn

    snúa upp.

4. Settu glóandi Smokepin neðst í reykofninn eða í botninn á grillinu.

5.  Það þarf að vera smá loftun.  Lítið gat neðst fyrir loft inn og efst þannig að 

     smá reykur komist út. 

Hversu lengi er Smokepinns að brenna ?

Hver pinni brennur í u.þ.b. 1 klukkustund og 25 mínútur.  Ef það er mjög hvasst eða það er of mikil loftun þá brennur Smokepins hraðar.

Hvenær er best að kaldreykja ?

Kaldreykingar eru ekki mögulegar ef það er frost og ekki ef hitastig er yfir 25 gráður.  Smokepin gefur hita hækkun um 1-7 stig eftir aðstæðum.  Bestur árangur næst ef rakastigið er ekki of hátt - þannig það er ekki gott að reykja þegar það er mikil rigning.

Hvernig salta ég kjöt og fisk ?

Þú getur þurrsaltað eða pækilsaltað.

Þurrsöltun fer fram með því að hylja ferskvöruna með blöndu af salti og sykri. Söltunartíminn er á bilinu 4-8 klukkustundir og allt að 1 dagur, allt eftir stærð hráefnisins. Mikið af náttúrulegum raka í hráefnisins er þar með dreginn út.

Með pækilsöltun er salt og sykur leyst upp í vatni og hráefnið sett í. Söltunartíminn er aðeins lengri hér. Ef óskað er eftir kryddbragði í fullunna vöru þarf að sjóða lögin og kæla með kryddunum í.

Hráefnið er síðan sett í löginn og það mun draga í sig bragðið af kryddunum. Gætið þess að setja ekki fisk og kjöt í löginn á sama tíma! Það er mikilvægt að hráefnið sé alveg þurrt fyrir reykingu

Hráefnið þarf að hafa fingurþurrt yfirborð til að vera tilbúið til reykingar. Þurrkaðu hráefnið með pappír, viskustykki eða einhverju öðru og settu það til þerris á köldum stað, t.d. í ísskáp. Því þurrari sem hluturinn er, því betur dregur hann í sig reykinn.

Hvernig fæ ég sterkara reykbragð?

Ef þú vilt sterkara reykbragð eða ef þú ert að reykja stóra kjötbita, t.d dýrafætur o.fl., notarðu einfaldlega fleiri Smokepins og lætur kjötið reykjast í lengri tíma.

Þroskaferli eftir reykingar er mikilvægt

Þegar raki reyksins gufar upp fer sýran úr reyknum inn í kjötið/fiskinn og situr eftir. Það gefur kjötinu/fiskinum einkennandi bragð og lengir geymsluþol þar sem gufur, salt og rakaleysi skapa slæm skilyrði fyrir örverur.

Ekki er hættulegt að borða vörurnar strax eftir reykingar en þroskinn gerir vörurnar mjúkar og talsvert bragðmeiri. Settu eða hengdu hlutinn til þroskunar á köldum stað og þar sem flugur komast ekki að kjötinu/fiskinum. Í þroskunarferlinu má ekki hylja vörurnar þar sem rakinn sest utan á vöruna og gefur örverum tækifæri til að vaxa.

Að búa til reykofn

Kolagrill

Hægt er að nota kolagrill sem "reykingaofn". Settu Smokepin þinn neðst í grillið og passaðu að „loftun“ í grillinu sé sem minnst. Aðeins lítið op fyrir loft undir og fyrir reyk fyrir ofan. Gakktu úr skugga um að engir hlutir séu beint fyrir ofan reykpinnan til að koma í veg fyrir að hráefnið heitreykist.

Pappakassi

Mjög ódýr leið til að gera reykofn er að finna stóran pappakassa. Settu Smokepin neðst á pappakassanum á eldfast yfirborð. Settu prik í gegnum pappakassann efst, sem hráefnið getur hangið á. Því hærra sem það hangir, því betra. Gakktu úr skugga um að það sé lítið op svo þú getir komist inn í Smokepin þinn og skipt út í pinnanum, en passaðu að hleypa ekki of miklu lofti inn í pappakassann því þá brenna  Smokepins hraðar! Settu poka með litlu gati efst yfir pappakassann. Þetta gerir það auðveldara að stjórna hversu mikið súrefni kemur inn og hversu mikill reykur kemur út.

Standur með plastpoka

Standur með stöngum og plastpoka yfir reynist virka einstaklega vel sem reykofn fyrir kaldreykingar! Ég nota næstum alltaf þessa aðferð  og útkoman er óaðfinnanleg!

Ýmsegt annað.

Það eru margir sem nota smokepns í aðra ofna, heimasmíðaða reykkassa úr tré, olíutunnu.  Nánast enginn hiti myndast með reykpinnum og því hefur efni ílátsins engin áhrif á endanlega útkomu. Forðastu alltaf að nota … Gasgrill. Of mikið loft kemst inn í þau og Smokepins mun því brenna allt of fljótt!

 

Hefurðu betri hugmynd? Veistu um alveg frábæra leið til að gera reykofn? Þá væri ég mjög til í að heyra frá þér og vonandi að fá að deila hugmynd þinni og ev mynd með öðrum á þessari síðu. 

 

Grilldrottningin hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist matargerð. Hvort sem maturinn er grillaður, bakaður, heitreyktur, kaldreyktur, soðin eða steiktur.

Á þessari síðu er hægt að versla vörur sem grilldrottningin hefur valið sérstaklega þar sem þær hafa reynst henni vel. Einnig eru hér reglulega settar inn uppskriftir.