Hráefni
350 gr Manitoba hveiti
150 gr Heilveiti
50 gr Power Bake Fuldkornshvede (fæst í krónunni og nettó)
9 gr salt
11 gr Optimax Bageenzymer (fæst hjá Grilldorttningunni)
22 gr Hveitisúr (fæst hjá Grilldrottningunni)
12 gr þurrger
12 gr Olía
350 ml vatn
Mér finnst gott að setja 1 msk Kankil og slatta af rúsínum ( en þessu má sleppa)
0g setja ofan á t.d. haframjöl og kókosflögur eða annað korn
Aðferð
Öll þurrefni blönduð saman í skál
Síðan setja vatn og ólíu
Hnoða saman í vél í sirka 15 mínútur
Láta deigið hvíla í skál með lokið eða filmu yfir í 15 mínútur
Teygja og fella degið nokkrum sinnum og móta síðan í brauð
Setja vatn ofan á og síðan kornið sem þú velur á toppinn
Skera fjórar rákir í brauðið
Best er að baka brauðið í formi með götum eða á bökunarplötu með götum til að fá góða skorpu.
Látið hefast í gufuofni með í 45 mínútur á 35 gráðum eða nota venjulegan ofni og setja fat í botninn með sjóðandi vatni.
Þegar hefingu er lokið setjið þið ofninn í 230 gráður og bakið í sirka 35 mínútur (teljið með tímann sem ofninn er að hitna.). Munið að hleypa gufunni út sirka 5 - 10 mínútum áður en brauðið er tilbúið
Skrá athugasemd
This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.