Brauð

Malt - Heilhveitibollur

Malt - Heilhveitibollur

Malt - Heilhveitibollur 

Bakaðir á gata bökunarplötu í Millennium Multi bökunarformi formi.

Multiformið er stillt fyrir þessi stykki þannig að hvert bil er 9 x 11 cm.

Auðvitað er líka hægt að baka á venjulegri bökunarplötu.

Hráefni:

175 gr Manitoba hveiti

100 gr  heilhveiti

5 gr salt

6 gr Optimax bökunarensím (má sleppa)

11 súrdduft (má sleppa)

6 g þurrger

185 ml malt

Rifin ostur á toppinn

 

Aðferðin:

Setjið maltið í skálina

Blandið öllum þurrefnum saman og setjið í skálina

Hnoðið saman í vél á hægum hraða þar til deigið er slétt og sveigjanlegt.

Látið deigið hvíla  í um 15 mínútur.

Skiptið í 6 x80 gr  stykki

Látið sykkin hvíla undir plastfilmu í sirka 15 mínútur.

Móta hvert stykki í klúlu, setj á pölutuna og ost yfir

Látið hefast í 45 mín í gufuofni(35c) eða með heitt vatnsfat undir og plastbox yfir.

Setja ofninn á 230c blástur og láta bollurnar vera í ofninum á meðan hann hitnar þegar ofninn er orðin 230 c  þá er lækkað í 200.  Bakið í sirka 20-22 mínútur(samtals tími í ofninum 20-22 mín innifelur tímann sem ofnin er að hitna)

 

Lesa áfram

Gillaður Mozzarella ostur í Parmaskinku
Grillaður lime lax

Skrá athugasemd

This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.