Kockums carbon stál panna 28 cm - léttari og sérhannað(ergonomic) handfang
Kockums Jernverk hefur í samvinnu við Designstudio Amsell Berlin þróað léttari steikarpönnu úr kolefnisstáli(carbon stáli) með þægilegu og fallega hönnuðu handfangi. Amsell Berlin hefur sótt innblástur í kringlótta lögun steikarpönnunnar og látið hana fylgja í handfanginu. Breiðara handfangið jafnar þyngd steikarpönnunnar og með fallega bogadregnum toppi og botni færðu gott grip sem virkar vel jafnvel með tveimur höndum. Þessi steikarpanna er úr 2,5 mm þykku sænsku kolefnisstáli og er því ca. 15% léttari. Burstað ryðfrítt yfirborð handfangsins gefur steikarpönnunni glæsilegan svip.
Þessi steikarpanna er einnig meðhöndluð með jurtaolíu. Þú færð steikarpönnu sem hægt er að nota strax eftir kaup án þess að meðhöndla. Þetta er steikarpanna sem verður betri eftir því sem þú notar hana meira. Hún mun breyta útliti eftir því sem hún er notuð meira, en það er hluti af sjarmanum við steikarpönnur úr kolefnisstáli þar sem margra ára notkun gefur sífellt betri pönnu.
Eins og alltaf með vörur úr kolefnisstáli mælum við með hægri upphitun sem gefur jafnan hita yfir allan eldunarflötinn. Kolefnisstálið heldur hitanum á skilvirkan hátt og því þarf ekki að nota mesta kraftinn á eldavélinni. Eftir hreinsun í heitu vatni og þurrkun er gott að smyrja þunnu lagi af olíu á pönnuna. Þannig viðheldur þú yfirborði pönnunnar á einfaldan hátt og byggir um leið upp pönnu sem ekki festist við.
Með þessari fallegu pönnu Kockums Jernverks úr kolefnisstáli færðu:
- Pönnu sem framleidd er í Svíþjóð sem hugar að notendum og umhverfinu og endist alla ævi með réttri umhirðu.
- Jafnan og stöðugan hita og er tilvalin fyrir hina fullkomnu steik og stökkt grænmeti.
- Náttúrulega uppbyggðan steikingarflöt, laus við öll hættuleg efni, og það sem þú steikir festist ekki við pönnuna.
- Fallega hannað þægilegt handfang.
- Panna með léttari þyngd til að auðvelda meðhöndlun
- Glæsilega hannaða pönnu sem fallegt er að bera fram á borðið.
Carbonstál pannan frá Kockums Jernverk hentar bæði ástríðufullum heimiliskokknum og fagmanninum. Fáðu þér steikarpönnu sem tekur matreiðslu þína á nýtt stig.
Þyngd 1940 gr