Kockums carbon stál panna 28 cm
Pannan frá Kockums Jernverk er framleidd í Anderstorp í Svíþjóð og úr 3 mm kolefnisstáli frá sænska fyrirtækinu SSAB (100% sænskt stál). Þyngd hennar er um 20% léttari miðað við steypujárnspönnu. Sprengda stályfirborðið hefur verið forbrennt með sænskri jurtaolíu sem gefur pönnunni einstaka steikingareiginleika og kemur í veg fyrir að hráefnin festist við hana. Pannan þolir háan hita og dreifir hitanum jafnt og vel sem virkar vel til að steikja og rista. Hún virkar á allar tegundir af helluborðum og er einnig hægt að nota hana í ofni við allt að 200°. Svarthúðað handfangið er með upphleyptu Kockums Jernverk merki og gati til upphengingar.
Þyngd 2300 gr