KOCKUMS pottur með handfangi 2,3 lítrar
Klassískur pottur frá Kockum með handfangi passar fullkomlega í hversdagseldhúsið, eða sveitina. Potturinn tekur 2,3 lítra sem gerir það að verkum að hann hentar flestu í eldhúsinu. Það þarf ekki neina auka diska eða mót því potturinn sjálfur er svo ótrúlega flottur að hafa á borðinu.
Emileruðu pottarnir frá Kokums eru með tvöföldu lagi af hágæða glerungi sem þolir vel óhreinindi og bletti og er auðvelt að þrífa. Potturinn virkar á allar gerðir eldavéla og einnig er hægt að setja hann beint inn í ofn (ekki örbylgjuofn). Við hugsum um umhverfið og þess vegna samanstendur hver pottur af náttúrulegum hráefnum. Hver vara er algjörlega einstök þar sem glerungurinn er handverk.
Pottinn má þvo í uppþvottavél en til að viðhalda gljáa glerungsins mælum við með handþvotti.