




nomadiQ BBQ ferðagrill model 3.0. Terra RAUTT (NÝTT MODEL)
Snjallasta ferðagrillið
Nýjasta útgáfan af nomadiQ gas ferðagrilli. Auk svarta litsins eru komnir 2 nýjir litir. Endurbætt læsingarkerfi sem kemur í veg fyrir sjálfvirka læsingu, og grillristin er með nýrri, endingargóðri glerungshúðun.
NomadiQ grillið kemur í fallegri gjafaöskju. Grillið er með PFAS-fríum grillgrindum, gasslöngu, þrýstijafnara, dreypibakka, axlaról og handbók. Eina sem þú þarft að bæta við til að geta grillað og haft gaman í marga klukkutíma er gaskúturinn (t.d 500gr hylki). Þú getur tekið þetta létta gasgrill með þér hvert sem er, það hefur tvo aðskilda grillfleti og er mjög einfalt að þrífa það eftir notkun. Þetta er grillið fyrir grillmeistara, útivistafólkið og alla sem eru á ferðinni eða hafa lítið pláss fyrir grillið. Grillið er aðeins 5.6 kg. Grillið er tilvalið í neyðarkassann !!

