Kjúklingur

Kjúklingaspjót - miðausturlönd

Kjúklingaspjót - miðausturlönd

Kjúklingalæri skinnlaus og beinlaus skorin í bita og sett í skál.

Bætið við :

2 msk olia,  salt, pipar, 1 msk laukduft, 1 msk hvítlauksduft,  1 msk paprikka, 

1 msk Hot Honey,  1/2 tsk kanill, 1 og 1/2 msk tomat paste, 2 msk sýrður rjómi og safi úr 1 sítrónu.  Öllu hrært saman og látið marinerast í 2  - 6 klst eða yfir nótt.

Þræðið kjúkling ásamt paprikku og lauk upp á spjót.  Grillið á beinum hita í sirka 10 mínútur og síðan færið þið spjótið í óbeinan hita og grillið áfram í 30 mínútur.

Berið fram t.d. með kaldri hvítlaukssósu.

 

 

Lesa áfram

Einföld Bernaise
Kjúklingabringur í hoisin marineringu

Skrá athugasemd

This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.