Hráefni
350 gr vatn
5 gr ger (miðað við 5 tíma hefun, líka hægt að nota 3 – 4 gr og láta hefast yfir nótt)
6 gr sykur
8 gr salt
400 gr Hveiti, Manitoba eða brauðhveiti
20 gr Hveitisúr
10 gr Bökunarensím
Aðferð:
Hrærið öllum hráfenum saman, og látið síðan hefast í 5 tíma. Eftir hefun hellið þið deiginu á hveiti þakið borðið. Gott er að nota deig skrapara til að fletta bretta upp á deigið nokkrum sinnum til að fá meiri spennu í það. Getið séð þetta á instagram hjá Grilldrottningunni.
Skiptið síðan í 6 – 8 kúlur og brerið Olivuolíu ofan á þær.
Hitið ofnin í 300 gráður, 275 er líka í lagi.
Ég hitaði ofninn með pizzasteini inn í og baka brauðið á honum.
Bakið síðan í 14 mínútur
Skrá athugasemd
This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.