Fiskur

Fiski taco

Fiski taco

Þetta fiski taco er hrikalega gott og skemmtilegt að búa til og bera fram.

Fiskurinn:

500 gr þorskur skorin í ræmur, saltaður og vellt upp úr hveiti þanngi að bjórdegið loði betur við hann.

Bjórdeig:

1 bolli hveiti

1/2 bolli Panko rasp

2 tsk Lyftiduft

1 tsk paprikka

1/tsk cayenne pepper

1 tsk hvítlauksduft

1 tsk laukduft

1 tsk salt

1 tsk cumin

1 bolli bjór

1 egg

öllu hræt saman 

Takið fyskilengurnar úr hveitinu og setjið í bjórdegið.  Ég steikti þær síðan í olíu á djúpri pönnu

Spicy Mayo

2 msk Majones

2 msk sýrður rjómi

2 tsk Hot Honey Sambal (eða eftir smekk)

safi úr 1/2 lime

Öllu hrært saman

 

Taco 

1,5 bolli hveiti

1/2 tsk salt

1/2 tsk lyftiduft

1/6 bolli Extra virgin ólífu olía

1/2 boll heitt vatn

Setjið þurrefnin í hrærivélarskálina og blandið þeim vel saman.  Bætið við Olíu og vatni og hnoðið saman á meðal hraða.  Þegar deigið er komið saman í kúlu þá lækkið þið hraðann á vélinni og hnoðið í sirka 1 mínútu.

Skiptið síðan deiginu í 8 bita og látið bíða undir röku viskustikki í 15 mínútur.  Allt í lagi að láta bíða lengur.

Fletjið síðan kökurnar út og hafið þær þunnar.  Síðan er hægt að smella þeim á grillið eða pönnu til að elda þær.

 

Meðlæti

Ég skar niður tómata, rauðkál, rauðlauk, Avacado og lime.  Síðan auðvitað Spicy Mayo sósan .... 

Verði ykkur að góðu

 

 

 

 

 

Lesa áfram

Ciabatta - brauð
Fennelbrauð með rúsínum

Skrá athugasemd

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.