Þetta fiski taco er hrikalega gott og skemmtilegt að búa til og bera fram.
Fiskurinn:
500 gr þorskur skorin í ræmur, saltaður og vellt upp úr hveiti þanngi að bjórdegið loði betur við hann.
Bjórdeig:
1 bolli hveiti
1/2 bolli Panko rasp
2 tsk Lyftiduft
1 tsk paprikka
1/tsk cayenne pepper
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk laukduft
1 tsk salt
1 tsk cumin
1 bolli bjór
1 egg
öllu hræt saman
Takið fyskilengurnar úr hveitinu og setjið í bjórdegið. Ég steikti þær síðan í olíu á djúpri pönnu
Spicy Mayo
2 msk Majones
2 msk sýrður rjómi
2 tsk Hot Honey Sambal (eða eftir smekk)
safi úr 1/2 lime
Öllu hrært saman
Taco
1,5 bolli hveiti
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
1/6 bolli Extra virgin ólífu olía
1/2 boll heitt vatn
Setjið þurrefnin í hrærivélarskálina og blandið þeim vel saman. Bætið við Olíu og vatni og hnoðið saman á meðal hraða. Þegar deigið er komið saman í kúlu þá lækkið þið hraðann á vélinni og hnoðið í sirka 1 mínútu.
Skiptið síðan deiginu í 8 bita og látið bíða undir röku viskustikki í 15 mínútur. Allt í lagi að láta bíða lengur.
Fletjið síðan kökurnar út og hafið þær þunnar. Síðan er hægt að smella þeim á grillið eða pönnu til að elda þær.
Meðlæti
Ég skar niður tómata, rauðkál, rauðlauk, Avacado og lime. Síðan auðvitað Spicy Mayo sósan ....
Verði ykkur að góðu
Skrá athugasemd
This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.