Forréttir

Grillaðir blómkálsvængir i Hot Honey sósu

Grillaðir blómkálsvængir i Hot Honey sósu

Blómkál skorið í bita og velt upp úr olíu.

Kryddblandan.:

1 bolli hveiti

1 msk svartur pipar

1 msk salt

1 msk hvítlauksduft

1 msk laukduft

1 msk sinnepsduft

1 msk sellerýsalt

1 tsk chilli

1 msk cummin

1 tsk reykt paprikka

Velta blómkálsbitunum upp úr kryddblöndunni.  Bæta við 4 msk mjólk og panko rasp og velta blómkálsbitunum þannig að þeir verði þaktir raspinu.

Grilla bitana í 25 mínútur  á óbeinum hita og pensla þá síðan með olíu.  Grilla áfram a óbeinum hita í 10 mínútur

Taka bitana af og hella yfir þá Hot Honey sósunni.

Hot Honey sósa;

60 gr smjör

100 ml Sweet Heat Hot Honey

3 msk BBQ sósa

Bræða saman í potti og lát malla í smá stund.

 

Borið fram með gráðuosta sósu, gulrótum og Sellerý.

 

Gráðuosta sósa:

1 pakki gráðostur

1 dós sýrður rjómi

safi úr 1/2 sítrónu

salt

Allt hrært saman í blandara.

Lesa áfram

Grilluð hörpuskel og kúrbítur
Kryddlegið lambafile

Skrá athugasemd

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.