Sjóðið Roux
Setjið 125gr af vatni og 25gr Manitoba hveiti í pott og sjóðið á meðal hita í sirka 3 mínútur og hrærið stanslaust í á meðan.
Hráefni
400 gr Manitoba hveiti
9 gr Optimax Bökunar ensím
20 gr Hveitisúr duft
215 gr Mjólk
30 gr sykur
8 gr salt
8 gr þurrger
60 gr kalt smjör
Roux
Aðferð
Setjið mjólkina og þurrgerið í hrærivélarskálina og látið bíða í 1 til 2 mín, þarf ekki að hræra saman. Setjið Hveitið, ensímið, súrduftið, Roux og hnoðið saman á lágum hraða. Bætið síðan við sykur og salti og hnoðið saman í 10 mínútur.
Skerið kalt smjörið í litla bita og bætið í degið. Hnoðið þar til smjörið er komið alveg saman við degið. Sirka 5 mínútur.
Takið degið úr skálinni, teigið og brettið það nokkrum sinnum og mótið í kúlu. Smyrjið skál með olíu og hveiti og setjið deig kúluna í skálina. Látið hefast í 2 tíma eða þar til deigið hefur tvöfaldast.
Mótið deigið
skiptið deiginu í 3 jafna parta. fletjið hvern part út í í ílangan ferning og brjótið upp á degið þannig að það sé sirka breyddin á forminu. rúllið því síðan upp og setjið þessar 3 rúllur í formið.
Látið hefast þar til degið er sirka jafnt hæðinni á forminu. Ég lét það hefast í 45 mínutur við 35 gráðu hita í gufuofninum.
Bakið við 190 gráður í 30 til 35 mínútur í miðjum ofni.
Látið brauðið kólna á rist.
Skrá athugasemd
This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.