Katrínar bollur bakaðar á gatabökunarplötu í stillanlegu formi sem er sett í 22 x 36 cm stærð.
Hráefni:
730 g Manitoba hveiti
65 g mjúkt smjör
12 g salt
55 g sykur
14 g Optimax bökunar ensím
28 g hveitisúrduft
12 g þurrger
2 egg
2 tsk kardimommur
280 ml af vatni
Aðferð:
Setjið vatn og egg í hrærivélarskálina.
Blandið öllum þurrefnum saman í skál og hrærið saman
Setjið þurrefning í hrærivélarskálina og byrjið að hnoða, bætið við smjörinu í litlum bitum. Hnoðið sirka í 10 mínútur eða þar til deigið er orðið mjúkt og slétt.
Látið deigið hvíla í skál undir filmu í u.þ.b. 15 mínútur.
Skiptið deiginu í 15 bita sirka 85 gr hver . Látið deigstykkin hvíla - undir filmu í u.þ.b. 15 mínútur.
Mótið bollurnar og setjið þær í formið.
Nú þurfa bollurnar að hefast í 45 mínútur undir gufu.
Ef þú ert ekki með gufuofn getur þú látið þær hefast í plast kassa með fati af heitu vatni eða sett þær í uppþvottavélina með potti af sjóðandi heitu vatni og lokað svo vélinni
Eftir hefun setjið þið bollurnar í ofninn of stillið á 200 gráður undir og yfir hita látið bollurnar standa í ofninum á meðan hitinn er að hækka. Bakið nú í ca. 22 mínútur (þ.m.t. tíminn þegar hitastigið er að hækka).
Ef þið setjið bollurnar í heitan ofnin bakast þær í 12-14 mínútur.
Skrá athugasemd
This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.