Hráefni:
366 gr Manitoba hveiti
7 gr salt
8 gr Optimax bökunarensím
14 gr hveitisúrduft
8 gr þurrger
8 gr olía
230 ml af vatni
Birkikorn á toppinn
Aðferð:
Blandið öllum þurrefnunum saman í skál
Setjið vatn og olíu í hrærivélarkálina.
Hellið þurrefnubum út í hrærivélarskálina.
Hnoðið saman í hrærivél á hægum hraða þar til deigið verður slétt og sveigjanleg sirka 10 - 15 mínútur
Látið deigið hvíla í 15 mínútur í hrærivélarskálinni með loki yfir/eða filmu.
Teygðu og brettu deigið saman nokkrum sinnum.
Myndið kúlu úr deiginu.
Skiptið deginu í 4 jafna búta.
Mótaðu hvern bút í lengju
Bleitið toppinn á hverri lengju með vatni og stráið blöndu af birki yfir.
Skerðu 3 skurði í hvert brauð.
Settu lengjurnar þínar í formið þitt
Settu formið í ofninn og láttu lengjurnar hefast sér í gufu á hefunarkerfi (35 gráður) í 40 mínútur.
Ef þú ert ekki með gufu ofn: er hægt að láta brauðin hefast t.d. í plast kassa með heitri vatnskál inni í, eða jafnvel bara inni í uppþvottavélinni með heitri skál af vatni í botninum
Þegar hefun er lokið, hækkið hitann í ofninum í 200 gráður (blástur) með gufu - látið lengjurnar vera í ofninum á meðan á upphitun stendur.
Bakið nú ca. 33-35 mínútur með gufu (þ.m.t. tíminn þegar hitastigið er hækkað).
Að öðrum kosti er hægt að baka í 15 - 17 mínútur í upphituðum ofni (200 gráður og blástur)
Munið að hleypa gufu út úr ofninum 5 - 10 mínútum áður en brauðið er búnið að bakast.
Ef einhverjara spurningar varðandi aðferðir eða uppskriftina endilega hafðu þá samband.
Skrá athugasemd
This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.